Fréttir

Kristján Geir Gunnarsson

Landvernd    9.9.2019
Landvernd

Kristján Geir Gunnarsson er sérfræðingur hjá Landvernd.

Kristján hefur undanfarin ár unnið sem leiðsögumaður í stangveiði en hann hefur stundað stangveiði frá 4 ára aldri. Hann hefur lokið BSc-námi í Viðskiptafræði hjá Háskólanum í Reykjavík og hefur einnig lokið MSc-námi í Mannauðsstjórnun hjá University of Strathclyde í Glasgow.

Ásamt því að stunda stangveiði mestmegnis yfir sumarmánuðina þá er helsta áhugamál Kristjáns almenn útivist og þá sérstaklega að ganga á fjöll, en hann tekur þátt í björgunarsveitarstarfi. Í gegnum störf hans og áhugamál hefur Kristján einnig haft mikinn áhuga á umhverfismálum og náttúruvernd.

kristjan (hjá) landvernd.is

Tögg
Kristjan_Vef.jpg 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.