Fréttir Stjórnarstarf og aðalfundir Kynning á frambjóðendum til stjórnar Landverndar 2011 24.5.2011 Landvernd 24.5.2011 Landvernd Nú í aðdraganda aðalfundar hefur uppstillingarnefnd Landverndar borist framboð frá nokkrum einstaklingum, bæði til stjórnar og formennsku. Tveir eru í framboði til formanns Landverndar á komandi aðalfundi, þeir Björgólfur Thorsteinsson núverandi formaður og Guðmundur Hörður Guðmundsson. Af núverandi stjórnarmönnum sem eru í kjöri gefa þau Jón S. Ólafsson og Hrefna Sigurjónsdóttir kost á sér áfram. Fjórir einstaklingar eru auk þeirra í framboði til stjórnar: Einar Bergmundur Arnbjörnsson Helena Óladóttir Anna Gunnhildur Sverrisdóttir Helga Ögmundardóttir Kynningar á frambjóðendum verða birtar á heimasíðu eftir því sem þær berast. Kynning á framboði Guðmundar Harðar Guðmundssonar til formanns Landverndar GUÐMUNDUR HÖRÐUR GUÐMUNDSSON, umhverfisfræðingur og fyrrverandi upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins, hefur boðið sig fram til formanns Landverndar. Fram kemur í yfirlýsingu frá Guðmundi að á næstu misserum muni reyna mjög á krafta umhverfisverndarhreyfinga í landinu og hann vilji taka virkan þátt í þeirri baráttu. Nefnir hann sem dæmi að stefnt sé að samþykkt Rammaáætlunar á Alþingi næsta haust, unnið sé að breytingum á náttúruverndarlögum og að efnahagskreppa og verðhækkun á orku og matvælum hafi leitt til aukinnar ásóknar í auðlindir. Guðmundur var einn af stofnendum Félags umhverfisfræðinga á Íslandi og hefur meðal annars verið formaður félagsins. Hann hefur kennt umhverfisstjórnmál við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. Sjá nánar um Guðmund Hörð Kynning á framboði Helgu Ögmundardóttur til setu í stjórn Landverndar HELGA ÖGMUNDARDÓTTIR er 46 ára mannfræðingur sem nú ver doktorsritgerð sína við Uppsalaháskóla. Í henni notar Helga eigindlegar aðferðir, viðtöl og þátttökuathuganir, til að lýsa og greina viðhorf þeirra heimamanna í Gnúpverjahreppi sem hafa lagst gegn virkjun á afrétti sínum sunnan Hofsjökuls, þ.e. í Þjórsárverum. Aðrar rannsóknir Helgu hafa m.a. tengst nýtingu sjávar í N-Atlantshafi, áhrifum kvótakerfis á byggðarlög, viðhorfum almennings til vistvænna bifreiða og sögu og nýtingar afrétta á Íslandi. Hún starfaði áður við garðyrkju og hefur kennt umhverfistengd námskeið við Háskóla Íslands. Sjá nánar um Helgu Ögmundardóttur Kynning á framboði Einars Bergmundar til stjórnar Landverndar Einar Bergmundur Arnbjörnsson er menntaðar tölvunarfræðingur og heimildarljósmyndari en hefur á undanförum árum starfað við þróun vefsins Náttúran.is. Áherslur Einars Bergmundar í stjórn Landverndar munu verða efling félagsstarfsins, almennar umræður og sýnaleiki félagsins útávið. Sjá nánar um Einar Bergmund Nánar á Náttúran.is Kynning á framboði Helenu Óladóttur til stjórnar Landverndar HELENA ÓLADÓTTIR er menntaður umhverfisfræðingur og starfar hún sem verkefnisstjóri Náttúruskóla Reykjavíkur. Helena hefur víðtæka þekkingu á málefnum umhverfisfræðslu og sjálfbærrar þróunar sem nýst gæti Landvernd afar vel í ljósi þeirrar áherslu sem samtökin leggja á ofangreind málefni. Sjá nánar um Helenu Tögg 2011 aðalfundur frambjóðendur kynning Vista sem PDF