Fréttir

Landvernd 50 ára á næsta ári

    9.8.2018

Árið 2019 fagna Landvernd, landgræðslu og umhverfisverndarsamtök, fimmtíu ára afmæli sínu. Samtökin eru stærstu náttúruverndarsamtök Íslands og telja félagar samtakanna nú rúmlega fimmþúsund manns en að auki eiga um fjörutíu hagsmunasamtök aðild að Landvernd. 

Miklar umhverfis- og samfélagslegar breytingar hafa átt sér stað frá því að samtökin voru stofnuð og hafa verkefni samtakanna þróast í takt við breytta tíma en aðaláherslan hefur alltaf verið lögð á náttúruvernd og umhverfisfræðslu til almennings. 

Landvernd vill sinna hlutverki sínu af kostgæfni og setur sér það markmið að 10% Íslendinga verði orðnir félagar í samtökunum innan fimm ára sem styrkir fjárhagslegan grunn og rödd samtakanna. Um auðugan garð er að gresja í verkefnum sem hægt er að styrkja og ættu flestir að finna hjá samtökunum verkefni sem þeir hafa áhuga á og geta samsamað sig með. 

Samtökin vilja áfram vera rödd almennings í málefnum náttúrunnar og bera hag náttúrunnar fyrir brjósti. Á afmælisárinu er áætlað að kynna samtökin betur fyrir almenningi og auka þátttöku hins almenna félaga í samtökunum og verður árið 2019 upphafið að því að leiða samtökin inn í framtíðina með stefnumótun, kynningarstarfsemi og rafrænu viðmóti. 

Við óskum eftir hugmyndum frá félagsmönnum og velunnurum Landverndar um viðburði, slagorð og hvaðeina sem fólki dettur í hug að sniðugt væri að gera í tilefni afmælisársins. 

Nánar á landvernd.is/hugmyndabanki

Hugmyndir sendist á hugmyndabanki@landvernd.is 
 

Landvernd 50ára.JPG 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.