Fréttir

Landvernd    21.8.2019
Landvernd

www.landvernd.is/hreinthaf

Væri hægt að búa á jörðinni án hafsins? Er bara eitt haf á jörðinni? Hvaðan kemur súrefnið sem við öndum að okkur? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050? Hvernig getum við beitt áhrifum okkar og stutt við heilbrigði hafsins?

Annar hver andardráttur sem við öndum að okkur kemur frá hafinu. Hafið hefur áhrif á loftslag og veður, veitir okkur súrefni, fæðu og gerir okkur kleift að lifa á jörðinni.

Hafið hefur víðtæk áhrif á líf manna og menn hafa mikil áhrif á hafið

Loftslagsbreytingar, plastmengun og önnur mengunarhætta steðjar nú að hafinu og ef fram heldur sem horfir, verður þar meira af plasti en fiski árið 2050. Við þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það. Heilbrigði hafsins er hnattrænt málefni sem snertir alla á jörðinni.

Project Image

Kennaramiðað námsefni, nemendamiðuð verkefni

Námsefnið Hreint haf fjallar um haflæsi (ocean literacy) og áhrif loftslagsbreytinga og plastmengunar á hafið. Hafið er notað sem rauður þráður í kennslu um loftslagsbreytingar, neyslu og sjálfbærni. Þemaverkefnið Hafðu áhrif! er valdeflandi og veitir nemendum verkfæri til að takast á við flókin viðfangsefni líkt og loftslagsbreytingar á tímum loftslagskvíða. Námsefnið er ætlað nemendum á aldrinum 10 - 18 ára og tengist vel grunnþáttum menntunar, þá sér í lagi sjálfbærni og lýðræði og mannréttindum, sköpun og heilbrigði og velferð. Að auki styður námsefnið við skuldbindingar Íslands sem varða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, og má þá helst nefna heimsmarkmið 4.7 sem snýr að menntun til sjálfbærni, 13.3 um að auka menntun sem styrkir við aðgerðir í loftslagsmálum og 14.1, 14.2 og 14.3 sem snúa að lífi í vatni. 

Námsefnið var þróað út frá samnefndu þróunarverkefni sem unnið var í góðu samstarfi Landverndar og Grunnskóla Snæfellsbæjar.

Project Image

Bókinni fylgja fjölbreytt verkefni á vef sem eru ólík að eðli og lengd. Verkefnin eru nemendamiðuð og hönnuð til þess að nemendur skoði eigin viðhorf og neyslu (umbreytandi nám). Nemendur ráða ferðinni í þemaverkefninu Hafðu áhrif! og fylgja leitaraðferð (inquiry based learning). Í kennsluleiðbeiningum má finna hvaða hæfniviðmið eru tengd hverju verkefni. Námsefninu fylgja tillögur að ítarlegu námsmati (leiðsagnarmat) og má finna sóknarkvarða fyrir haflæsieinstaklingsmatþemaverkefnið, jafningjamat, sjálfsmat, lykilhæfni og mat á umræðum á vef verkefnisins. Sækja má öll verkefni og námsmatskvarða sem wordskjöl svo að hægt sé að breyta og bæta úr frá eigin þörfum. 

Námsefnið er öllum aðgengilegt. Sem stendur er rafbókin læsilegust í IBooks en unnið er að því að aðlaga og einfalda útgáfuna að öllum tækjum.

Námsefnið er opið og aðgengilegt öllum á landvernd.is/hreinthaf 

Höfundur er Margrét Hugadóttir, um uppsetningu og hönnun sá Aron Freyr Heimisson
Útgáfan var styrkt af Þróunarsjóði Námsgagna

Project Image

Hreint haf
rafbók

Tögg
HreintHaf_Forsida.jpg 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.