Fréttir Landvernd óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa 6.1.2018 Landvernd 6.1.2018 Landvernd Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands, óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem brennur fyrir náttúru- og umhverfisvernd. Framkvæmdastjóri er málsvari samtakanna og ber ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfssvið Daglegur rekstur og stjórnun samtakanna. Umsjón með gerð umsagna og álitsgerða. Virk þátttaka í stefnumótun og innleiðingu stefnu. Þátttaka í fræðslu, fjáröflun og daglegri starfsemi. Regluleg samskipti við fjölmiðla og hagaðila. Menntunar- og hæfniskröfur Háskólapróf sem nýtist í starfi er skilyrði. Umfangsmikil þekking á umhverfismálum og náttúruvernd. Starfsreynsla sem nýtist í starfi. Leiðtoga-, samskipta- og skipulagshæfileikar. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Framtíðarsýn, frumkvæði, drifkraftur og metnaður. Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar 2018. Sækja um starfið Tögg framkvæmdastjóri Vista sem PDF