Fréttir

Landvernd óskar eftir sérfræðingi

Margrét  Hugadóttir    17.5.2018
Margrét Hugadóttir

Landvernd óskar eftir að ráða starfsmann við verkefnið Skólar á grænni grein - Grænfánaverkefnið. Verkefnið er alþjóðlegt menntaverkefni um umhverfismál og sjálfbærni sem rekið er í um 200 skólum á öllum skólastigum á Íslandi. Um er að ræða afleysingu vegna fæðingarorlofs í 100% stöðu frá 1. september 2018 til 1. júní 2019.

Starfssvið

Starfsmaður tekur m.a. þátt í úttekt á umhverfisstarfi þátttökuskóla, heldur kynningar og veitir skólum ráðgjöf um umhverfismál og sjálfbærni, kemur að gagnaöflun, úrvinnslu og skýrsluskrifum. Starfsmaður tekur einnig þátt í öðrum verkefnum Landverndar.

Menntun og hæfniskröfur

Krafist er háskólaprófs á sviði menntavísinda eða skyldra greina, reynsla eða menntun á sviði umhverfisfræða eða sjálfbærni er kostur. Þekking og reynsla af skólastarfi leik- eða grunnskóla er skilyrði og þekking á menntun til sjálfbærni er æskileg. Góðir samskiptahæfileikar eru nauðsynlegir, jafnt hvað varðar börn, unglinga og fullorðna. Gerð er krafa um frumkvæði, sjálfstæði og jákvæðni í starfi og öguð og skipulögð vinnubrögð. Starfið felur í sér allmörg ferðalög innanlands.

Umsókn og frestur

Umsókn þarf að fylgja ferilskrá og greinagerð þar sem ástæða umsóknar eru útlistuð, hæfni viðkomandi til að gegna starfinu lýst og listi yfir 2 meðmælendur gefinn. Umsóknir skulu sendar á caitlin(hjá)landvernd.is merktar „Grænfánaumsókn“. Umsóknarfrestur er til 31. maí 2018. Nánari upplýsingar veita Katrín Magnúsdóttir verkefnisstjóri Grænfánans, katrin(hjá)landvernd.is og Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar í s. 552-5242.

Tögg
LOGO_SGG_300x400-01.jpg 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.