Fréttir

Landvernd tekur þátt í stofnun Kerlingarfjallavina

Landvernd tók þátt í undirbúningi að stofnun Hollvinasamtaka Kerlingarfjalla. Samtökin, sem nefnast Kerlingarfjallavinir, voru stofnuð í félagsheimili Hrunamanna á Flúðum þann 12. mars sl. Fríða Björg Eðvarðsdóttir, stjórnarkona í Landvernd á sæti í stjórn hinna nýju samtaka. Fréttatilkynning frá Kerlingarfjallavinum fer hér á eftir.

"Fréttatilkynning frá Kerlingarfjallavinum
24. mars 2013

Íris Marelsdóttir hefur verið kjörin formaður Kerlingarfjallavina, hollvinasamtaka Kerlingarfjalla sem stofnuð voru á fjölmennum fundi í félagsheimili Hrunamanna á Flúðum. 

Stofnfélagar eiga það sameiginlegt að vilja hlúa að og vernda náttúru Kerlingarfjalla og stuðla að því að sem flestir geti notið náttúru þeirra í sátt við umhverfið. 

Kerlingarfjallavinir ætla sér meðal annars að bæta aðgengi fólks að svæðinu, merkja gönguleiðir, styðja við rannsóknar-, og fræðslustarf og vinna að kynningu Kerlingarfjalla sem einstaks áningarstaðar fyrir íslenskt og erlent ferðafólk.

Félagið er opið einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum sem styðja markmið þess. Stjórn þess er fimm manna, þar af þrír tilnefndir af Fannborg, rekstarfélagi ferðaþjónustunnar í Kerlingarfjöllum, Hrunamannahreppi og ótilgreindum náttúruverndarsamtökum.

• Íris Marelsdóttir sjúkraþjálfari er formaður Kerlingarfjallavina. Hún hefur um árabil verið virk í Hjálparsveit skáta í Kópavogi.
• Aðrir stjórnarmenn Kerlingarfjallavina:
o Borgþór Vignisson í Auðsholti í Hrunamannahreppi, formaður Björgunarfélagsins Eyvindar.
o Friðrik Stefán Halldórsson bankamaður í Reykjavík og einn stofnfélaga ferðaklúbbsins 4x4, tilnefndur af stjórn Fannborgar.
o Fríða Björg Eðvarðsdóttir, landslagsarkitekt hjá VSÓ ráðgjöf, tilnefnd af Landvernd.

o Halldóra Hjörleifsdóttir, varaoddviti Hrunamannahrepps."

Tögg
19 Kerlingarfjöll     19 Kerlingarfjöll     Stofnfundur Kerlingarfjallavina 12mars 2013     Stofnfundur Kerlingarfjallavina 12mars 2013_fyrsta stjorn samtakanna    

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.