Fréttir

Ljósmyndari styrkir Landvernd

Kristján Ingi Einarsson ljósmyndari afhenti Landvernd styrk á Degi íslenskrar náttúru, þann 16. september sl. Kristján Ingi lætur 5% af söluandvirði ljósmyndabókar sinnar, UNIQUE ISLAND, renna til Landverndar. Bókin kom út hjá Bókaátúgáfunni Stillu í maí og hefur verið ein af best seldu landkynningarbókunum í sumar. Við útgáfu bókarinnar var undirritaður samingur um að styrkurinn yrði afhentur Landvernd á Degi íslenskrar náttúru ár hvert.

Styrkurinn kemur sér vel og rennur að þessu sinni til strandhreinsunarverkefnis Landverndar, Hreinsum Ísland, sem var hleypt af stokkunum á Degi umhverfisins í apríl. Verkefnið er árvekniátak og leggur megináherslu á forvarnir og aðgerðir gegn plastmengun í hafi.

Strandhreinsun undir merkjum átaksins Hreinsum Ísland hefur farið fram víða um land í vor og haust. Á Degi íslenskrar náttúru fór t.d. fram umfangsmikil strandhreinsun á Breiðamerkursandi sem skipulögð var af Vatnajökulsþjóðgarði. Landvernd tók virkan þátt í plastlausum september og stóð vaktina í Kringlunni í Reykjavík á Degi íslenskrar náttúru þar sem vakinn var athygli á plastmengun, áhrifum hennar á lífríki, náttúru og heilsu, og bent á leiðir til að draga úr plastnotkun. Það þótti því eiga vel við að nýta fjármagnið til þessa verkefnis.

Á myndinni afhendir Kristján Ingi Guðmundi Inga framkvæmdastjóra Landverndar styrkinn.  

Tögg
Afhending til Landverndar_Kristjan Ingi Einarsson og Mummi_sept2017.jpg 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.