Fréttir

Málsmeðferð vegna Hornafjarðarvegar kærð

Auður  Önnu Magnúsdóttir    28.5.2018
Auður Önnu Magnúsdóttir

Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar hafa kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli samtakanna gegn Vegagerðinni og Sveitafélaginu Hornafirði til Landsréttar, en í því máli fóru Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar fram á að Héraðsdómur ógilti ákvörðun Sveitarfélagsins Hornafjarðar um að veita Vegagerðinni framkvæmdarleyfi fyrir vegkafl á Hringvegi 1 milli Hólms og Dynjanda í Hornafirði.

 

Þess er krafist af hálfu Landverndar og Hollvina Hafnarfjarðar að úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur verði hrundið og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Héraðsdómur tók málið ekki til efnislegrar meðferðar en vísaði því frá með þeim rökum að Landvernd og Hollvinir Hornafjarðar hefðu ekki lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu.  Samtökin telja þá frávísun fráleita m.a. vegna fyrri kæru samtakanna til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 17. janúar 2017. Málsaðild samtakanna byggir því á 60 gr. stjórnarskrárinnar. Þá er þess krafist til vara að frávísunarúrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 20. nóvember 2017 verði ógiltur.

 

Fyrirhugaður vegkafli á Hringvegi 1 milli Hólms og Dynjanda, leið sem Vegagerðin hefur nefnt 3b, liggur um verðmæt náttúrufyrirbæri, votlendi, leirur og sjávarfitjar, sem njóta verndar samkvæmt 61. gr. náttúruverndarlaga og ekki skal raska nema um brýna almannahagsmuni sé að ræða. Samtökin telja svo ekki vera í þessutilviki þar sem önnur veglína, leið 1, hefur sannarlega mun minni neikvæð umhverfisáhrif í för með sér en uppfyllir þó kröfu um greiðar samgöngur og staðla um öryggi. Í áliti Skipulagssstofnunar (frá 7. ágúst 2009) kemur fram að áhrif leiðar 3b á landslag, ásýnd, jarðmyndanir og gróður verða óhjákvæmilega verulega neikvæð, og áhrif á landslag, ásýnd og jarðmyndanir séu þar að auki varanleg og óafturkræf.

rsz_trevor-cole-385287-unsplash.jpg 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.