Þátttaka í ákvarðanatöku Ferðir og viðburðir Fréttir Málþing um Árósasamninginn 21.5.2014 Guðmundur Ingi Guðbrandsson 21.5.2014 Guðmundur Ingi Guðbrandsson Árósasamningurinn á Íslandi: Framkvæmd, reynsla og nauðsynlegar úrbætur Hvað færði Árósarsamningurinn okkur? Notar almenningur réttindi sín í umhverfismálum? Standa umhverfisverndarsamtök sig? Hvernig tekst stjórnvöldum upp - veita þau réttindin? Landvernd efnir til hádegismálþings í stofu 132 í Öskju Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þriðjudaginn 27. maí n.k. um framkvæmd árósasamningins á Íslandi, reynslu síðustu tveggja ára og nauðsynlegar úrbætur. Málþingið hefst kl. 12 og lýkur 13:30. Fjallað verður um hvernig tekist hefur til við innleiðingu samningsins og hvað reynsla undanfarinna tveggja ára getur kennt okkur um nauðsynlegar úrbætur. Litið verður sérstaklega á nýlega skýrslu Landverndar til eftirlitsnefndar Árósasamningsins um innleiðingu samningsins á Íslandi, þróunar í Evrópu og kærumál til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, sem tengjast umhverfislöggjöf á Íslandi. DAGSKRÁ: Frá Árósum til Gálgahrauns Sif Konráðsdóttir, lögfræðingur. Skuggaskýrsla Landverndar um framkvæmd Árósasamningins Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar Kvörtun til ESA vegna innleiðingar umhverfislöggjafar Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lögfræðingur UM ÁRÓSASAMNINGINN: Árósarsamningur var undirritaður 25. júní 1998 en fullgiltur af Íslands hálfu í október 2011. Hann veitir mikilvæg og víðtæk réttindi á sviði umhverfismála. Samningnum er ætlað að tryggja aðkomu almennra borgara og samtaka þeirra að ákvörðunum er hafa áhrif á umhverfið. Jafnframt á hann að tryggja víðtækan aðgang almennings að gögnum um hvers komar umhverfismál. Loks er samningnum ætlað að tryggja rétt til að fá ákvarðanir endurskoðaðar fyrir dómstólum og eftir atvikum með stjórnsýslukærum. Umhverfisverdarsmtökum er ætlað stórt hlutverk í framfylgd þessara réttinda. Skuggaskýrslu Landverndar má finna hér að neðan. Landvernd2014_Aarhus_FINAL FINAL Tögg Árósasamningurinn Vista sem PDF