Fréttir

Minnisvarði til minningar um Má Haraldsson reistur í Gljúfurleit

Landvernd    19.9.2013
Landvernd

Minnisvarði til minningar um Má Haraldsson, bónda í Háholti, oddvita og fjallkóng verður afhjúpaður sunnudaginn 22. september kl. 16.00. 

 

Minnisvarðanum hefur verið valinn staður við bílveginn yfir Lönguhlíð skammt innan við sæluhúsið í Gljúfurleit en þar á háöldunni sér inn til jökla og fjalla. Það er Ferðafélag Íslands sem hefur forgöngu um gerð minnisvarðans í samráði við fjölskyldu Más heitins og ber félagið allan kostnað við framkvæmdir en sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti góðfúslega leyfi fyrir að reistur yrði minnisvarða til minningar um Má heitinn. Með þessu vill Ferðafélag Íslands minnast þessa merka og víðsýna manns og baráttu hans fyrir verndun Þjórsárvera. 

Sunnudagurinn 22. september er valinn vegna þess að þá eru eftirsafnssmalar í Gljúfurleit og geta vonandi verðið vistaddir þessa stuttu athöfn. Að henni lokinni er öllum viðstöddum boðnar veitingar í skálnum í Gljúfurleit. Allir eru velkomnir þangað og jafnframt að minnisvarðanum þegar hann verður afhjúpaður.

Næsta sumar lætur Ferðafélagið reisa skjöld á sama stað með fróðleik um fjallferðir á afréttinum fyrr og síðar. Verður þar einnig getið um helstu örnefni og kennileiti sem sjá má af þessum ágæta útsýnisstað. Samráð er þegar hafið við fjallkónga og fjallmenn um efni og gerð textans á upplýsingaskiltinu.


Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.