Fréttir Morgunblaðið lýsir yfir stuðningi 3.5.2006 Landvernd 3.5.2006 Landvernd “Morgunblaðið vill lýsa sérstakri ánægju með ályktun Landverndar og stuðningi við þau sjónarmið, sem þar koma fram.” Segir í niðurlagi leiðara Morgunblaðsins þriðudaginn 2. maí vegna ályktunar aðalfundar Landverndar þess efnis að hálendi Íslands verði tímabundið skilgreint sem griðasvæði. Í leiðaranum segir einnig: “Allt það sem fram kemur í ályktun Landverndar er rétt. Og tímabært að þeir alþingismenn úr öllum flokkum, sem hafa sömu afstöðu til þessa máls og Landvernd, taki höndum saman á Alþingi um að knýja fram friðun hálendisins, þegar hér er komið við sögu. Þess er líka að vænta að Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, taki undir þessi sjónarmið …” Hvernig fer fyrir Langasjó? Landvernd fagnar þessum afdráttarlausa stuðningi Morgunblaðsins og vona samtökin að þingmenn fari að ráðgjöf blaðsins. Ljóst er að til þess að hægt sé að ná sátt um virkjanir, vegagerð og önnur mannvirki á miðhálendinu þarf að fara fram heildstætt endurmat á skipulagi þess með hliðsjón af þeim mikilvægu náttúruverndarhagsmunum sem eru í húfi. Ákvarðanir um landnýtingu á miðhálendinu þurfa að byggjast á þekkingu og taka mið af langtímasjónarmiðum. Enn skortir verulega á að stjórnvöld hafi aflað upplýsinga um hálendið og ólíka landnýtingarkosti þar. Frekari rannsóknir eru forsenda upplýstrar ákvarðanatöku. Stjórnvöld hafa hafið vinnu við 2. áfanga rammaáætlunar, en niðurstöðu er fyrst að vænta árið 2009. Fram að þeim tíma er bæði ótímabært og óráðlegt að skapa væntingar um mannvirki á hálendinu eins og hugmyndir um jarðvarmavirkjanir í Kerlingafjöllum og á Torfajökulssvæðinu. Tögg hálendisskipulag svæðisskipulag hálendisins Vista sem PDF