Fréttir

Mótmælaganga í Gálgahrauni

   13.9.2013
Sunnudaginn 15. september kl. 14.00 efna Hraunavinir til mótmælagöngu í Gálgahrauni. Þar verður framkvæmdum við nýjan Álftanesveg mótmælt. Mótmælendur munu koma fyrir grænum fánum í fyrirhuguðu vegstæði auk þess sem göngumenn eru hvattir til þess að taka með sér íslenska fánann. Gangan tekur á aðra klukkustund og verður safnast saman við Prýðahverfi.

Eins og kunnugt er þá hafnaði sýslumaðurinn í Reykjavík beiðni fernra umhverfisverndarsamtaka um lögbann á lagningu vegar í Gálgahrauni þar sem segir að samtökin eigi ekki lögvarða hagsmuni í málinu. Kæra vegna þessarar synjunar sýslumanns hefur þegar verið lögð fram við héraðsdóm. Ennfremur er nú rekið mál fyrir héraðsdómi á hendur vegamálastjóra til viðurkenningar á ólögmæti vegaframkvæmdanna.

Gangan er haldin í tilefni af Degi íslenskrar náttúru sem ber nú upp á mánudaginn 16. september og eru allir unnendur íslenskrar náttúru hvattir til þess leggja baráttunni gegn eyðileggingu Gálgahrauns lið.

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.