Fréttir

Paradísarmissir? Hálendishátíð í Háskólabíó 16.apríl kl 20:00

   13.4.2015

Mikil samstaða ríkir um það að vernda skuli hálendi Íslands, en í nýgerðri könnun Capacent Gallup sem framkvæmd var fyrir Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands kom í ljós að 60% aðspurðra vilja stofna þjóðgarð á hálendi Íslands.

Landvernd í samstarfi við Náttúruverndarsamtök Íslands, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Ferðaklúbbinn 4x4, Samút og Framtíðarlandið bjóða að því tilefni til hálendishátíðar í Háskólabíói sem hefur fengið nafnið ,,Paradísarmissir?"

Við viljum vekja fólk til vitundar um þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á hálendi Íslands og hvetja fólk til að flykkjast að baki okkur og styðja okkur í þessari baráttu . Við viljum ekki sjá fleiri virkjanir, uppbyggða vegi eða háspennulínur á hálendinu- hjarta landsins.

Á viðburðinum munu ræðumenn flytja örræður, sýnd verða örviðtöl við ýmsa þjóðþekkta einstaklinga á myndbandaformi og flutt verða skemmtiatriði. Við viljum skapa skemmtilegt andrúmsloft þar sem fólki verður blásinn baráttu andi í brjóst og fegurð hálendisins hampað til að minna okkur á mikilvægi þess að vernda það.

Mætum í Háskólabíó þann 16.apríl kl 20:00 og verndum hálendi Íslands.

Frítt inn og allir velkomnir!

Tögg
Haskolabio 16.april.     Haskolabio 16.april.    

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.