Fréttir

Reykjanes Rokkar í Frumleikhúsinu í Keflavík í kvöld föstudag.

Landvernd    15.9.2006
Landvernd

Reykjanes Rokkar í Keflavík í kvöld föstudag.

Tónleikarnir í Þjóðleikhúskjallaranum í gærkvöldi voru vel lukkaðir. Það hefur verið sýnt og sannað eina ferðina enn að Rokkið kemur frá Reykjanesi. Á sínum tíma voru það tónlistarmenn af Suðurnesjum sem færðu þjóðinni rokk og ról með Hljóma í fararbroddi og í dag er þar af nógu að taka. Um fjörutíu tónlistarmenn af svæðinu leggja málefninu lið og rokka fyrir framtíðarsýn um Reykjanesskaga sem eldfjallagarð.

Á tónleikunum í kvöld koma fram Deep Jimi and the Zep Cream, Heiða og heiðingjarnir, Rúnar Júlíusson, Æla, Hinir guðdómlegu neanderdalsmenn, Þröstur Jóhannesson, Koja, Tommy gun, Victory or death og The corrüpted crüe.

Deep Jimi and the Zep Cream hefur um nokkurt skeið verið talsvert áberandi í tónlistarheiminum en ljóst er að fleiri hljómsveitir eru líklegar til stórra hluta á næstunni. Hljómsveitin Æla fór á kostum og vakti gríðarlega lukku meðal viðstaddra með grípandi pönkrokki og framsækinni sviðframkomu. Þá sýndu Hinir guðdómlegu neanderdalsmenn tilburði sem ekki hafa sést lengi enda tíu ár síðan þeir komu síðast fram. Af frammistöðu hljómsveitarinnar í gærkvöldi að dæma er tímabært að sveitin sendi frá sér geisladisk. Í tilefni af þessum styrktartónleikum eru Heiða og heiðingjarnir að koma saman eftir tveggja ára hlé en hafa augljóslega engu gleymt. Kynnir kvöldsins í gær var Jón Páll Eyjólfsson en hann hélt uppi fjöri í salnum með gamanmálum og leik. Kynnir í kvöld verður annar landsþekktur leikari af Suðurnesjum, Friðrik Friðriksson. Í kvöld verður sýnt verk Jóhanns G. Jóhannssonar, tónlistar og myndlistarmanns, Keilir í nútíð. Það er því óhætt að segja að listarmenn af Suðurnesjum slái skjaldborg um framtíðarsýn Landverndar um eldfjallagarð og fólkvang.

Tónleikarnir í kvöld, föstudaginn 15. september, hefjast 19:45 en húsið opnar kl. 19:00. Miðasala er í Hljómval í Keflavík og í anddyri á tónleikastað, Frumleikhúsinu– meðan húsrúm leyfir.

Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.