Fréttir

Landvernd    17.11.2010
Landvernd

Evrópsku umhverfismenntasamtökin (FEEE) voru stofnuð 1981. Til að byrja með fólst starfið í að halda fundi, námskeið og ráðstefnur, auk þess að gefa út fræðslu- og kynningarefni. Fyrsta umhverfisfræðsluverkefnið sem samtökin tóku upp á sína arma var Bláfáninn (Blue Flag). Verkefnið varð upphaflega til í Frakklandi og hóf það göngu sína þar árið 1985. Tveimur árum síðar var sú hugmynd að veita rekstraraðilum smábátahafna og baðstranda viðurkenningu fyrir vistvæna starfshætti kynnt fyrir FEEE. Þetta sama ár hélt  Evrópusambandið (ESB) upp á ár umhverfisins í Evrópu. Liður í hátíðarhöldunum var að hleypa  Bláfánaverkefninu af stokkunum í samtals tíu ríkjum sambandsins og var það gert á grundvelli samstarfs milli FEEE og framkvæmdastjórnar ESB. 

Árið 1987 átti FEEE aðeins fulltrúa í fjórum löndum, þ.e. á Spáni, í Frakklandi, Þýskalandi og  Danmörku. Eftir kynninguna á Bláfánaverkefninu innan ESB  vantaði FEEE samstarfsaðila í löndunum sex sem ekki voru aðilar að samtökunum. Til að liðka fyrir framgangi FEE-umhverfisfræðsluverkefna voru í lok níunda og í upphafi tíunda áratugarins gerðar miklar breytingar á stjórnarskrám innan ESB.

Árið 1994 bætust Skólar á grænni grein (EcoSchools) og Ungir umhverfisfréttamenn (Young Reporters) í hóp verkefna FEEE. Síðan þá hafa tvö utanaðkomandi  ný verkefni bæst í  flóruna, þ.e. Að læra um skóga (Learning about Forests) árið 2000 og Græni lykillinn (Green Key) árið 2003. Þessi verkefni lúta utanaðkomandi stjórn.

Um miðjan níunda áratug síðustu aldar fóru þjóðir utan Evrópu að sýna vaxandi áhuga á verkefnum FEEE. Í samstarfi við Umhverfisfræðslustofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) og Alþjóðlegu ferðamálastofnunina (UNWTO) var unnin handbók um umhverfisstjórnun á strandsvæðum og voru viðmiðin sem notuð eru í Bláfánaverkefninu  höfð til hliðsjónar við gerð hennar.  Á grundvelli samstarfs FEE og UNEP voru í kjölfarið skipulagðar málstofur á eyjum í Karabíska hafinu, Afríku og Asíu og vakti verkefnið mikinn áhuga Suður-Afríku og þjóða í Karabíska hafinu.

Í þessu samstarfsverkefni fólst alþjóðleg áskorun fyrir FEEE sem leiddi til þess að árið 2000 var tekin ákvörðun um að gera FEEE að alþjóðlegum samtökum sem störfuðu með staðbundnum aðilum í hverju landi fyrir sig. Ári síðar var E-ið sem stóð fyrir Evrópu fellt úr nafninu, þ.e. FEEE varð FEE. Frá árinu 2001 hefur löndum utan Evrópu fjölgað stöðugt í samtökunum og á nú sextíu og eitt land fulltrúa í FEE, þ.m.t. Ísland.

Árið 2003 undirrituðu FEE og UNEP minnisblað um sameiginlegan skilning eða “Memorandum of Understanding” (MoU) sem staðfesti formlega vilja til áframhaldandi samstarfs UNEP og FEE og lagði línurnar fyrir framtíðarsamstarf um málefni sem falla undir áhugasvið beggja s.s. umhverfismennt, starfsþjálfun og almenn vitundarvakning um mikilvægi sjálfbærrar þróunar á heimsvísu.

Ofangreindir „minnispunktar um sameiginlegan skilning“ skapa  traustan grunn fyrir framhald á því starfi sem FEE og UNEP hafa nú þegar unnið að í sameiningu. Þetta á við um kynningu á umhverfisfræðsluverkefnum FEE og tengdum verkefnum, - þó sér í lagi í þróunarlöndunum og meðal þjóða þar sem mikil umskipti eiga sér stað í efnahagslífi.

Önnur sameiginleg yfirlýsing var undirrituð af FEE og UNWTO árið 2007. Í henni felst viðurkenning á þeim verkefnum FEE sem tengjast vistvænni ferðaþjónustu.

Bækistöðvar FEE
Foundation for Environmental Education
Danish Outdoor Council
Scandiagade 13
2450 Copenhagen SV
Denmark
Tel +45 3328 0411, fax +45 3379 0179
E-mail:
secretariat@fee-international.org
www.fee-international.org

Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.