Fréttir

Samstarfssamningur endurnýjaður

Landvernd    27.3.2018
Landvernd
Eitt ár er liðið frá því að WOW air hóf myntsöfnun um borð í vélum sínum fyrir hönd farþega. Sérstakt umslag hefur verið í sætisvösum allra WOW air flugvéla og hafa farþegar verið hvattir til þess að gefa afgangsmynt til Landverndar, sem nýtir féð m.a. til að vinna að endurheimt votlendis og birkiskóga í þágu loftslagsmála, til landgræðsluverkefna og til að vinna að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Alls söfnuðust tæpar níu milljónir króna á einu ári og kom WOW air með mótframlag að sömu upphæð. „Við getum verið mjög stolt af árangri þessarar söfnunar og það er frábært að sjá hvað farþegar okkar hafa tekið henni vel. Málefnið er göfugt og við munum halda áfram að styðja við uppbyggingu og verndun íslenskrar náttúru“ segir Skúli Mogensen framkvæmdastjóri og eigandi WOW air.
 
Við hjá Landvernd eru afskaplega ánægð og þakklát fyrir stuðning flugfarþega og mótframlag WOW air. Afraksturinn fór fram úr okkar björtustu vonum, en endurspeglar ef til vill hrifningu ferðamanna á náttúru landsins og þörfina að vernda hana. Þessi stuðningur skiptir samtökin miklu máli og verður nýttur í mikilvæg verkefni eins og t.d. stofnun hálendisþjóðgarðs, endurheimt birkiskóga og votlendis. Svo má nefna að á næsta ári eiga samtökin 50 ára afmæli og ætlum við að minnast þess með ýmsum viðburðum á afmælisárinu,“ segir Lovísa Ásbjörnsdóttir starfandi formaður Landverndar.
Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.