Fréttir

Sérfræðingur við verkefnið Skólar á grænni grein - Grænfánaverkefni Landverndar

Katrín Magnúsdóttir    18.5.2019
Katrín Magnúsdóttir

Landvernd óskar eftir að ráða sérfræðing við verkefnið Skólar á grænni grein - Grænfánaverkefnið. Verkefnið er alþjóðlegt menntaverkefni um umhverfismál og sjálfbærni sem rekið er í hátt í 200 skólum á öllum skólastigum á Íslandi. Um er að ræða 75% stöðu frá 1. september 2019 með möguleika á aukningu á árinu 2020.

 

Starfssvið

Úttektir á umhverfisstarfi þátttökuskóla

Kynningar og ráðgjöf í skólum um umhverfismál og sjálfbærni

Ábyrgð á sérverkefnum um kennslu lífbreytileika og loftslagsbreytinga

Þátttaka í öðrum verkefnum Landverndar

Gagnaöflun og -úrvinnsla

Starfið felur í sér allmörg ferðalög innanlands

 

Menntun og hæfniskröfur

Háskólapróf á sviði menntavísinda

Starfsreynsla og þekking á sviði umhverfisfræða og sjálfbærni

Þekking á menntun til sjálfbærni

Reynsla af skólastarfi í leik- eða grunnskóla

Góðir samskiptahæfileikar

Frumkvæði sjálfstæði og jákvæðni í starfi

Öguð og skipulögð vinnubrögð

 

Umsókn og frestur

Umsókn þarf að fylgja ferilskrá og greinagerð þar sem ástæða umsóknar eru útlistuð, hæfni viðkomandi til að gegna starfinu er lýst ásamt upplýsingum um tvo meðmælendur. Umsóknir skulu sendar á caitlin@landvernd.is merktar „Grænfánaumsókn“. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2019

Nánari upplýsingar veitir Katrín Magnúsdóttir verkefnisstjóri Skóla á grænni grein, katrin@landvernd.is, s. 552-5242.

Tögg
Haaleitisskoli.jpg 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.