Síðustu tölur 15.10.2008 Landvernd 15.10.2008 Landvernd Nú er skólastarf hafið af fullu um allt land. Eitt af haustverkum í mörgum skólum hefur verið að sækja um að skólinn fari á græna grein. Núna eru 37 grunnskólar í verkefninu, af þeim hafa 15 fengið Grænfánann. Leikskólarnir eru 17 og næstum helmingur þeirra er kominn með fána. Eini framhaldsskólinn sem tekur þátt er Fjölbrautarskólinn við Ármúla og brautryðjandi háskóla er Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri. Á síðasta fundi stýrihóps verkefnisins var samþykkt að senda kynningardiskling til annarra framhaldsskóla og háskóla í landinu svo að þeir geta farið að búast við að fá sendingu frá okkur. Vonandi taka þá fleiri slíkir skólar við sér. Það er slæmt að þurfa að senda nemendur sem eru þrautþjálfaðir í umhverfismálum yfir í skóla sem virðir slík sjónarmið lítils. Þá er hætta á að góð vinnubrögð gleymist fljótt, a.m.k. í bili. Vista sem PDF