Fréttir

Skemmtilegur jólafundur

Landvernd    15.10.2008
Landvernd
Sífellt fleiri eru að verða meðvitaðir um áhrif lífsstíls og neyslu á umhverfið. Heimurinn hefur minnkað mikið og svo komið að áhrif af breytni teygir oft anga sína út um allan heim. Jólin eru í hugum manna tími friðar og gleði. Þess vegna er það að verða fleirum og fleirum ljóst að til að gleðin geti orðið heilsteypt og sönn þurfum við að gæta þess að hátíðahaldið valdi ekki vanlíðan annarsstaðar. ,,Gleymdu ekki þínum minnsta bróður” hljómar í eyrum okkar. Það er góð tilfinning að láta gott af sér leiða.

Vistvernd í verki er umhverfisverkefni fyrir heimili sem gerir fólki kleift að kynnast því hvernig er hægt að gera heimilishald og lífsstíl vistvænni. Reynslan sýnir að þetta er auðvelt að gera án þess að skerða lífsgæði auk þess sem heimilin spara umtalsverðar fjárhæðir með litlum breytingum eins og að stilla ofnakerfi rétt, nota sparperur og læra vistakstur. Vistvænn lífsstíll er á sama tíma heilsusamlegur lífsstíll og síðast en ekki síst skemmtilegur.

Sumum er farið að finnast nóg um markaðsvæðingu og glymjanda jólanna og því hefur umfjöllun Vistverndar í verki um vistvænt jólahald átt upp á pallborðið hjá mörgum. Á heimasíðu Vistverndar í verki er að finna umfjöllun um val á jólatrjám, hugmyndir að persónulegum gjöfum og gjöfum sem fela í sér þjónustu fremur en efni, umfjöllun og hugmyndir um innpökkun gjafa, jólahreingerningar og mat svo eitthvað sé nefnt.

Þriðjudagskvöldið 6. desember var haldinn sérstakur jólafundur Vistverndar í verki í húsi Norræna félagsins að Óðinsgötu 7. Tilgangurinn með fundinum var að ræða vistvænt jólahald og skiptast á hugmyndum. Umræðurnar urðu mjög líflegar og segir það sína sögu að 2 klst. voru ætlaðar í fundinn en enginn stóð upp til að t... sig fyrr en eftir 3 klst. Hugmyndirnar voru óþrjótandi. Það kom í ljós að fundargestir voru á aldrinum 30 – 60 ára og það var gaman að heyra ólík sjónarhorn kynslóðanna og ekki síður ólíkar persónulegar skoðanir því nóg svigrúm er fyrir ólíkar skoðanir í vistverndinni.

Þessar hugmyndir voru gripnar á lofti, og lúta allar að umhverfisvænni, heilsusamlegri og/eða persónulegri jólum:

Innpökkun:

· Pakka inn í fallegt viskustykki
· Endurnýta pakkamiða og jólapappír á milli ára
· Setja merkimiða af bókagjöf inn í bókina og eiga hann þar
· Snúa frostpinnaösku við svo brúna hliðin snúi út. Þá er komin
sterk og falleg askja sem er hægt að skreyta og setja pakkaband
á
· Pakkaskreytingar og föndur úr eldrauðum OgVodafone umslögum
· Nota maskínupappír eða hvítan pappír til innpökkunar og skreyta
hann sjálfur, fremur en skrautlegan gjafapappír sem oft inniheldur
eiturefni og þungmálma, mengar í framleiðslu og er ekki hægt að
endurvinna.

Gjafir:

· Bíóferð í lúxussal (gjarnan í félagsskap gefandans)
· Leikhúsferð (gjarnan í félagsskap gefandans)
· Kaffihúsaferð í félagsskap gefandans
· Skafmiði
· Hlutir sem styrkja góð málefni svo sem vörur frá Sólheimum, bolir
frá Íslenskri ættleiðingu sem styrkja veik og fötluð börn í
þróunarríkjum, þjóðarblómsbolir sem styrkja starfsemi
Landverndar, fermetri í Ástralíu til verndunar regnskógar (selt á
vef GreenGlobe) og margt fleira.
· Sundmiðar og strætómiðar
· Gluggaþvottur eða bílabón (framkvæmt af gefanda)
· Nuddtími eða dekur
· Gjafakort
· Dagatal með persónulegum myndum
· Dýrt gæðafæði sem fólk tímir síður að kaupa sjálft svo sem
lífrænt ræktuð græn ólívuolía

Nokkrar bækur voru nefndar á fundinum og sérstaklega rætt um bókina Hversu mikið er nóg? sem snýr að því hvað er börnunum okkar fyrir bestu og bar einn fundargesta henni afar góða sögu. Það kom fram að sú bók væri til á mjög góðu verðtilboði í Yggdrasil þessa dagana.

Í lok fundarins var farið hringinn og spurt – Hvað langar þig í í jólagjöf?
Einn fundargestur sem hafði átt við þann vanda að stríða að hana langaði í svo dýra hluti að hún vildi ekki biðja um þá fékk þá frábæru hugmynd á fundinum að biðja um gjafabréf í ákveðinni búð. Hún vonaði að þetta myndi reynast lausn á því vandamáli að börnin og barnabörnin neituðu að gefa henni óefnislegar gjafir.
Allir voru sammála um að leikhúsferð með gefandanum væri æðisleg gjöf sem þau vildu gjarnan fá og bílaeigendurnir á fundinum gripu andann á lofti yfir hvað væri frábært að fá handbón að gjöf. Dekur var ofarlega í hugum sumra og ýmsar tegundir af spilum sem auðvitað eru tilvalin leið til að skapa góðar samverustundir.

Vistvernd í verki óskar landsmönnum gleðilegra jóla
Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.