Fréttir

Skólaheimsóknir og Grænfánar

Landvernd    15.10.2008
Landvernd
Í gær, 8. júní, var 16. fáni vorsins dreginn að húni í leikskólanum Álfheimum á Selfossi. Það hefur verið mikil og skemmtileg törn að heimsækja alla þessa skóla, fyrst til að skoða þá og meta og síðan að fara með fána og taka þátt í gleðinni þegar nýir fánar fá að blakta við skólana. Umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, afhenti fána og tók þátt í hátíðarhöldunum þegar Öskjuhlíðarskóli, Grunnskólinn í Borgarnesi og Þjórsárskóli tóku við sínum fánum og menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, dró fánann á Tálknafirði að húni. Sigríður Anna sagði þegar hún afhenti síðasta fánann á Þjórsárskóla að afhending Grænfána væri eitt það skemmtilegasta sem hún gerði sem umhverfisráðherra og líklega geta allir, sem hafa tekið að sér þetta verk fyrir Landvernd, tekið undir þau orð.Umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, og krakkarnir í ÞjórsárskólaMenntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og krakkarnir á Tálknafirði

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.