Fréttir

Skólar á grænni yfir 200

Landvernd    1.12.2011
Landvernd
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar og Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra undirrita samstarfssamninginn í Kvennaskólanum í Reykjavík

Merkur áfangi verður í starfi Landverndar á fullveldisdaginn þann 1. desember þegar undirritaður verður þriggja ára styrktarsamningur milli Landverndar, umhverfisráðuneytis og mennta- og menningarráðuneytis um verkefnið Skólar á grænni grein. Kvennaskólinn í Reykjavík er 200. skólinn til að hefja þátttöku í verkefninu og af því tilefni verður samningurinn undirritaður í húsakynnum skólans. Samningsaðilar hafa stefnt að undirritun slíks samnings um nokkurt skeið en þess má geta að langtímasamningur við Grænfánaverkefnið er meðal tillagna í þingsályktunartillögu um eflingu græns hagkerfis á Íslandi sem nú liggur fyrir Alþingi. Samningurinn er mikil viðurkenning á starfi Skóla á grænni grein og leggur grunn að starfsemi verkefnisins á næstu árum.

Til gamans má geta að 100. skólinn sem skráði sig til leiks var Ingunnarskóli í Reykjavík og 100. skólinn til að hljóta Grænfánann var Leikskólinn Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit. Verkefnið er nú rekið á öllum skólastigum hérlendis og má nefna þrír af sjö háskólum taka þátt í verkefninu.

Skólar á grænni grein (Eco-Schools) er alþjóðlegt verkefni sem Landvernd hefur rekið hér á landi í rúm 10 ár. Þátttökuskólar miða að því að geta flaggað alþjóðlegu viðurkenningunni Grænfánanum sem veitt er fyrir umhverfisstarf og stefnu skólans í umhverfismálum. Þurfa skólarnir að hafa stigið sjö skilgreind skref í umhverfismálum til að geta sótt um Grænfánann sem er alla jafna veittur til tveggja ára í senn. Sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi.


Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.