Fréttir

Soroptimistar taka Vistvernd í verki með trompi

Landvernd    15.10.2008
Landvernd
Síðastliðinn vetur tóku 5 konur í klúbbi Soroptimista í Reykjavík þátt í Vistvernd í verki. Þær héldu svo kynningarfund á haustfundi Soroptimista af öllu landinu laugardaginn 2. október við frábærar undirtektir hundrað kvenna og mynduðust þegar á staðnum þrír nýir visthópar.

Einn hópurinn mun fara af stað í Reykjavík á næstu dögum, annar á Akureyri og sá þriðji er í Snæfellsbæ svo nú þarf að bregðast skjótt við og finna lausn á því að finna leiðbeinanda þar. Hver veit nema Snæfellsbær taki í kjölfarið upp samstarf við Vistvernd í verki!!??

Það er greinilega mikill kraftur og glóð sem býr innra með konum í klúbbum Soroptimista um allt land og þykir verkefnisstjóra sem leiðbeindi hópnum og hélt kynningarfundinn með þeim sem hann hafi fundið mikinn fjársjóð að kynnast svo vel þenkjandi hópi kvenna. Íslendingar eru ríkir að eiga slíkan mannauð.

,,Alþjóðasamband soroptimista er samtök starfsgreindra þjónustuklúbba, sem ná yfir heimsbyggð alla. Það sameinar dugandi konur úr öllum starfsgreinum til þess að vinna að eflingu hugsjóna soroptimista og til samstarfs við önnur samtök um að stuðla að góðvild, skilningi og friði meðal þjóða. Höfuðmarkmið soroptimista er að vinna að betra mannlífi í hverfulum heimi og vera málsvarar kvenna." (Af heimasíðu Soroptimista, www.soroptimist.is)

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.