Fréttir

Sprungur og áhætta við Kárahnjúkavirkjun

Landvernd    28.8.2006
Landvernd

Ljósmynd Steinar Hugi.

Í tengslum við mat á umhverfisáhrifum fékk Landvernd á sínum tíma til liðs við sig hóp sérfræðinga til þess að rýna matsskýrsluna og gögn sem henni fylgdu. Guðmundur heitinn Sigvaldason var einn þeirra og gerði hann alvarlegar athugasemdir og benti á að skortur væri á gögnum til þess að hægt væri að meta hættu af völdum eldvirkni og skjálfta.

Í skýrslu Guðmundar Sigvaldasonar sagði m.a:
"Ítarlegt líkindamat, byggt á bestu fáanlegum gögnum og sérfræðilegri túlkun gagna um hættu af völdum eldvirkni og landskjálfta, er nauðsynleg forsenda ákvarðanatöku á grundvelli umhverfismatsins. Slíkt líkindamat hefur ekki verið gert. Forsendur ákvarðanatöku eru því ekki fyrir hendi."

Skýrslu Guðmundar má finna hér.

Skýrslur allra sérfræðinganna sem komu að ferlinu fyrir hönd Landverndar eru hér.
 

Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.