Fréttir

Stefnan tekin á vistvænan lífsstíl

Landvernd    12.3.2011
Landvernd

Eru orkureikningarnir of háir? Er of flókið að flokka sorp?
Vistvernd í verki kann ráð við þessu og hjálpar þér að taka á málunum. Visthópar hittast í sex skipti á 2-3 mánaða tímabili og miðast þátttaka við 5-8 manns í hverjum hópi.

Markmiðið með visthópastarfi er að auðvelda fólki að tileinka sér vistvænan lífsstíl og spara um leið í rekstri heimilisins. Á fundunum er farið yfir mikilvæga þætti í heimilishaldinu, eins og flokkun sorps, rafmagns-, hita- og vatnsnotkun, samgöngumál og innkaup.

Hvað er Vistvernd í verki?
Vistvernd í verki er alþjóðlegt umhverfisfræðsluverkefni sem miðar að því að hvetja samfélög heims til að tileinka sér vistvænan lífsstíl og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.
Verkefnið hóf göngu sína á Íslandi upp úr aldamótum og hafa nú hátt í 1000 fjölskyldur tekið þátt í námskeiðum á vegum Vistverndar í verki.

Landvernd hýsir verkefnið á Íslandi.

Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.