Fréttir

Tannbursti sem segir sex

Landvernd    15.10.2008
Landvernd
Terradent tannburstar eru með tannburstahöfði sem hægt er að skipta út. Allur burstinn er endurvinnanlegur. Hárin eru fest með hitatækni á hausinn sem gerir að verkum að hægt er að endurvinna hann, en á flestum tannburstum er hvert hárknippi fest með málmstykki, sem gerir að verkum að ekki er hægt að endurvinna tannburstann. Í upplýsingum frá framleiðanda kemur fram að háskólarannsóknir sýni að framsækin hönnun tannburstans og framleiðslutækni fækki bakteríum á tannburstanum.

Fyrir heilsuna, fyrir budduna og fyrir jörðina!
Framleiðendur segja að með því að skipta um burstahaus sparist allt að 95% plastsins ef borið er saman við aðrar tannburstategundir. Terradent uppfyllir öll þrjú umhverfisskilyrðin - minni hráefnisnotkun, endurnotkun og endurvinnslu.

Tannburstinn hefur verið til sölu á Íslandi m.a. í verlsunum Lyfju en eftirspurnin var svo lítil að heildsalinn hætti að flytja þá inn.

Við neytendurnir mótum stefnuna. Saman getum við aukið eftirspurn eftir vistvænni vörum og látið vita þegar okkur mislíkar ofpakkningar eða eiturefnanotkun. Hér á Íslandi er plasti ekki safnað til endurvinnslu. Það er hinsvegar gert í mörgum löndum og því leggjum við skerf til umhverfismála með því að velja vörur og umbúðir sem eru ekki úr samsettum efnum. Þannig styrkjum við markaðsstöðu varanna og leggjum grunninn að endurvinnslu hér á landi.

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.