Fréttir

TEDx fyrirlestur Rannveigar Magnúsdóttur um plast

Rannveig Magnúsdóttir    20.11.2018
Rannveig Magnúsdóttir

Rannveig Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá Landvernd og doktor í spendýravistfræði hélt þann 4. nóvember 2018 TEDx Reykjavík fyrirlestur um plast "Are all plastics created evil?". Í þessum fyrirlestri sýnir hún að það er ekki allt plast af hinu illa heldur er það einnota plastið sem veldur mestum skaða í náttúrunni. Jörðin okkar er bókstaflega að drukkna í einnota plasti og það þarf tvennt til að laga ástandið. Í fyrsta lagi þarf að hreinsa það plast sem nú þegar er komið út í náttúruna og svo þarf að skrúfa fyrir plastkranann. Rannveig kynnir Hreinsum Ísland verkefni Landverndar og Bláa hersins og svo fjallar hún um lausnir á vandamálinu. Vandamálið verður ekki leyst nema allir vinni saman og því þurfa allir að taka þátt; einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld. Hlustaðu á þennan fyrirlestur og vertu hluti af lausninni.

 

Tögg
43487312_10160901921565111_4439911322569670656_n.jpg 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.