Tónerhylki 15.10.2008 Landvernd 15.10.2008 Landvernd Eitt af atriðum gátlistans okkar er: Fyllt er á tónerhylki í prenturum í stað þess að kaupa ný.Þetta er mikilvægt atriði. Að henda stöðugt hylkjum og kaupa ný eykur mengun og álag á umhverfi. Það fara 1-2 lítrar af jarðolíu í framleiðslu hvers hylkis, þau eru fyrirferðarmikil í ruslinu og liggja órotnuð í jörðu um aldir. Margir skólar hafa ætlað að uppfylla þetta atriði gátlistans en þá rekið sig á vegg, sölumenn prentara hafa sagt þeim að ef ekki séu stöðugt keypt ný hylki frá viðkomandi umboði þá falli ábyrgð á prenturunum úr gildi. Fyrirtækið Toner.is ehf endurvinnur prenthylki fyrir tölvuprentara í samvinnu við Múlalund. Það fékk lögmannsskrifstofu til að kanna hvort fyrirtækjum væri stætt á þessari kröfu og niðurstaða lögmanna er eftirfarandi hvað varðar prentara frá Hewlett-Packard og Lexmark:„... notkun endurnýttra prenthylkja í prentara frá þessum framleiðendum fellir ekki úr gildi ábyrgð á þeim, nema bilun sé beinlínis að rekja til prenthylkjanna og þá líklega aðeins að því marki sem bilunin tekur til. Viðkomandi framleiðandi ber jafnframt að öllum líkindum sönnunarbyrði fyrir því.”Toner.is er á Laugavegi 168 (horni Laugavegar og Nóatúns), síminn þar er 588 9210. Vista sem PDF