Fréttir

Tónerhylki

Landvernd    15.10.2008
Landvernd
Eitt af atriðum gátlistans okkar er:
Fyllt er á tónerhylki í prenturum í stað þess að kaupa ný.
Þetta er mikilvægt atriði. Að henda stöðugt hylkjum og kaupa ný eykur mengun og álag á umhverfi. Það fara 1-2 lítrar af jarðolíu í framleiðslu hvers hylkis, þau eru fyrirferðarmikil í ruslinu og liggja órotnuð í jörðu um aldir.
Margir skólar hafa ætlað að uppfylla þetta atriði gátlistans en þá rekið sig á vegg, sölumenn prentara hafa sagt þeim að ef ekki séu stöðugt keypt ný hylki frá viðkomandi umboði þá falli ábyrgð á prenturunum úr gildi. Fyrirtækið Toner.is ehf endurvinnur prenthylki fyrir tölvuprentara í samvinnu við Múlalund. Það fékk lögmannsskrifstofu til að kanna hvort fyrirtækjum væri stætt á þessari kröfu og niðurstaða lögmanna er eftirfarandi hvað varðar prentara frá Hewlett-Packard og Lexmark:
„... notkun endurnýttra prenthylkja í prentara frá þessum framleiðendum fellir ekki úr gildi ábyrgð á þeim, nema bilun sé beinlínis að rekja til prenthylkjanna og þá líklega aðeins að því marki sem bilunin tekur til. Viðkomandi framleiðandi ber jafnframt að öllum líkindum sönnunarbyrði fyrir því.”
Toner.is er á Laugavegi 168 (horni Laugavegar og Nóatúns), síminn þar er 588 9210.

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.