Fréttir

Umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs

Landvernd hefur skilað inn umsögn vegna draga að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum. 

Landvernd lýsir almennri ánægju með að úrgangsmál landsins skulu tekin föstum tökum með setningu ofangreindra laga. 

Landvernd vill taka fram að hún telur jákvætt að í lögunum sé bundið að ráðherra gefi út áætlun um forvarnir gegn myndun úrgangs enda fræðsla og forvarnir mikilvægasti liðurinn í að draga úr úrgangsmyndun (sbr. 5. gr. b liður (6.gr.) ). Einnig lýsir Landvernd ánægju sinni á að fræða skuli almenning um úrgangsstjórnun að höfðu samráði við ýmsa aðila enda heimilisúrgangur stór hluti heildarúrgangsmyndunar. Þó hefði slík áhersla mátt standa framar greinum um úrlausnir í úrgangsmeðhöndlun enda fyrsta skrefið í að takast á við úrgangsmál að draga með markvissum hætti úr úrgangsmyndun. 

Sértækar athugasemdir Landverndar má sjá í umsögninni hér fyrir neðan. 

Umsogn Landverndar um breytingar a logum um medhondlun urgangs_16mar2012_.pdf
Tögg
Landvernd_Logo_Hvitt-01.jpg.jpg 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.