Fréttir

Umsögn um þingsályktunartillögu um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs

Stjórn Landverndar lýsir yfir stuðningi við þingsályktunartillögu um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs (106. mál á 140. löggjafarþingi).

Stjórn Landverndar telur mikilvægt að við undirbúning að stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs sé litið til þess að verndarákvæði taki mið að viðmiðum Alþjóðanáttúruverndarsamtakana (IUCN) um þjóðgarða og önnur verndarsvæði líkt og fordæmi eru fyrir í Vatnajökulsþjóðgarði. Öll útfærsla þjóðgarðsmarka og verndarákvæða ætti að fara í víðtækt samráðsferli, í sem bestu samstarfi við hluteigandi rétthafa, þar með talin frjáls félagasamtök á sviði náttúruverndar og útivistar.  

Umsögn samtakanna má finna hér að neðan.

Thingsal_Hofsjokulsthjodgardur_Umsogn Landverndar_30nov2011 LOKA.pdf
Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.