Umsagnir Fréttir Umsögn um tillögu til þingsályktunar um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi Stjórn Landverndar fagnar því að fram sé komin tillaga um eflingu græns hagkerfis hér á landi. Það er mat stjórnar að undirbúningur þingsályktunartillögunnar beri þess merki að vandað hafi verið til verka. Það er sérstakt fagnaðarefni að fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi hafi nær undantekningarlaust náð samstöðu um þær tillögur sem nú liggja fyrir. Stjórn Landverndar telur að í tillögu til þingsályktunar um eflingu græns hagkerfis þurfi að leggja meiri áherslu á betri nýtingu auðlinda, minni neyslu og ríkari ábyrgð á alþjóðavísu en nú er gert. Þær áherslur eiga að vera grundvallarmarkmið græns hagkerfis á Íslandi. Stjórn Landverndar vill koma á framfæri ýmsum ábendingunum og tillögum sem sjá má í umsögninni hér fyrir neðan. Graena hagkerfid umsogn_11.nov.2011.pdf Tögg 2011 Græna hagkerfið Umsagnir umsögn Vista sem PDF