Fréttir

Vann flugferð með Ómari fyrir mynd af Kýlingum

   6.3.2015

Roar Aagestad fékk fyrstu verðlaun í ljósmyndaleik Landverndar og Hjarta landsins fyrir mynd af Kýlingum í Friðlandi að Fjallabaki. Ómar Ragnarsson veitti honum verðlaunin á Kex í gær en þau eru flugferð með Ómari yfir hálendið.

Í öðru sæti varð Kristján Kristinsson fyrir mynd af Uxatindum. Hann fékk Iphone 5C frá Símanum að launum. Í þriðja sæti varð Jón Hilmarsson fyrir mynd af Aldeyjarfossi í Skjálfandafljóti og í verðlaun hlaut hann gönguferð með Ferðafélagi Íslands. Í fjórða sæti varð María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir fyrir mynd af sundfólki í Víti við Öskju og hún fékk gönguskó frá Útivist í verðlaun.  

Landvernd hvetur fólk til að halda áfram að birta hálendismyndir á instragram merktar #hjartalandsins.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd Roar Aagestad af Kýlingum í Friðlandi að Fjallabaki.

Mynd Kristjáns Kristinssonar af Uxatindum.

Mynd Jóns Hilmarssonar af Aldeyjarfossi í Skjálfandafljóti.

Mynd Maríu Sjafnar Dupuis Davíðsdóttur af sundfólki í Víti við Öskju.


Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.