Fréttir

Varðliðar umhverfisins 2019

Varðliðar umhverfisins er verkefnasamkeppni grunnskólabarna í 5. – 10. bekk sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur standa að. Verðlaunin voru veitt í Hannesarholti þann 30. apríl. Fjöldi spennandi verkefna barst í samkeppnina og hlutu tveir skólar verðlaun að þessu sinni, báðir með fullt hús stiga, Ártúnsskóli í Reykjavík og Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi. Bæði verkefnin sneru að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Ártúnsskóli hélt viðburð innan skólans þar sem nemendur kynntu markmiðin með ólíkum hætti og voru verkefni unnin um hvað einstaklingar geta gert til að vinna að markmiðunum. Þetta var einnig kynnt foreldrum og nærsamfélagi skólans. Í Valhúsaskóla unnu nemendur í 9. og 10. bekk nýsköpunarverkefni í umhverfismálum sem kynnt voru á básum á opnu húsi fyrir gesti og gangandi. Við óskum skólunum innilega til hamingju með árangurinn. 

Landvernd óskar viðurkenningarhöfum innilega til hamingju.

vardlidarumhverfisins2019.jpg 

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.