Fréttir

Vel sóttur fyrirlestur um loftslagsmál

   3.2.2016

Landvernd bauð til fyrirlestrar um loftslagsmál í Safnahúsinu við Hverfisgötu þriðjudaginn 2.febrúar undir heitinu Eftir París: loftslagsbreytingar- staða og framtíðaráskoranir þar sem farið var yfir Parísarsamkomulagið og hvaða þýðingu það hefði alþjóðlega og á Íslandi.

Yfir 100 manns sóttu fundinn og hlýddu þar á erindi Huga Ólafssonar, frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Árna Finnssonar, formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands um Parísarsamninginn og þýðingu hans. Að erindum loknum voru pallborðsumræður þar sem Snorri Baldursson, formaður Landverndar, Hrönn Hrafnsdóttir, umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og Nína M. Saviolidi, pistlahöfundur á Grugg.is, sátu í pallborði. 

Líflegar umræður sköpuðust í lok fyrirlestrar þar sem gestir ræddu meðal annars um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, sjálfbæran lífsstíl, mögulega styrki til nýsköpunar innan fyrirtækja sem vilja snúa sér að umhverfisvænni vinnsluaðferðum og fyrirhugaða olíuleit Íslendinga. 

Morgunblaðið var með ítarlega umfjöllun um fundinn sem lesa má hér og RÚV var með umfjöllun sem finna má hér

Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.