Fréttir

Velheppnuð ferð í Trölladyngju

Landvernd    7.7.2010
Landvernd

Sunnudaginn 4.júlí fór 40 manna hópur á vegum Landverndar og Ferðafélags Íslands í gönguferð um hið ægifögra umhverfi Trölladyngju og Sogana á Reykjanesskaga. Ferðin var afar vel heppnuð og allir fóru heim fullir fróðleiks eftir góða leiðsögn Sigmundar Einarssonar jarðfræðings. Landvernd telur mikilvægt að fólk kynni sér vel og heimsæki þau fallegu náttúrusvæði á landinu sem eru til athugunar sem orkuvinnslusvæði og vill minna á ferðir í Kerlingafjöll og á Torfajökulssvæðið. 24.-25. júlí verður boðið upp á tjaldferð í Kerlingarfjöll og 7.-9. ágúst skálaferð á Torfajökulssvæðið. Jarðfræðingarnir Sigmundur Einarsson og Kristján Jónasson leiðsegja hópunum.
Bókanir í ferðirnar í Kerlingarfjöll og á Torfajökulssvæðið eru hjá Hálendisferðum í síma 864 0412 (9-17) og 561 4012 (kl. 9-14) eða sendast með tölvupósti til info@halendisferdir.is Nánari upplýsingar sjá: www.halendisferdir.is

 

Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.