Fréttir

Verkefnasamkeppni grunnskólanema um umhverfismál

Landvernd    15.1.2011
Landvernd

Í fimmta sinn standa umhverfisráðuneytið, Náttúruskóli Reykjavíkur og Landvernd fyrir verkefnasamkeppninni Varðliðar umhverfisins.

Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði.

Verkefnin skulu vera unnin af nemendum og mega vera af fjölbreyttum toga, t.d. ritgerðir, ljósmyndir, ljóð, veggspjöld, bæklingar, myndbönd og hljóðverk. Í stuttu máli er frjálst að skila inn nemendaverkefnum í hvaða formi sem er svo lengi sem umfjöllunarefni þeirra eru umhverfismál í víðum skilningi þess orðs. Verkefnin þurfa ekki að vera unnin sérstaklega fyrir samkeppnina heldur er vonast til að hún gefi tækifæri til að koma á framfæri nemendaverkefnum sem þegar hafa verið unnin í skólum.

Í tilefni af Alþjóðlegu ári skóga 2011 eru skólar hvattir til að vinna að verkefnum sem fjalla á einhvern hátt um skóga, sjálfbæra nýtingu þeirra eða verndun. Sjá frekar hér www.un.org/en/events/iyof2011

Allar nánari upplýsingar má finna hér í viðhengi og á heimasíðu umhverfisráðuneytisins www.umhverfisraduneyti.is/vardlidar

Skilafrestur verkefna er til fimmtudagsins 31. mars 2011 og þau skal senda umhverfisráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík.

Tögg

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.