Fréttir

Við getum bjargað regnskógunum

Landvernd    15.10.2008
Landvernd


Regnskógarnir eru í bráðri útrýmingarhættu. Með sama áframhaldi verður mestum hluta regnskóga Asíu eytt á næstu 15 árum. Í Afríku og Suður-Ameríku á næstu 40 árum. Þú getur tekið þátt í að bjarga regnskógi með því að kaupa og gefa táknrænt landamæravarðarskýrteini.
http://www.regnskogsfondet.no/html/231.htm

Vertu á varðbergi þegar þú ferð að versla, hvort sem er gjafir handa nákomnum, dót í búið eða parket. Það er nefnilega auðvelt að koma heim með innkaupapoka fullan af síðasta regnskógi jarðarinnar. Flestir vita að við kaup á húsgögnum, parketi og útihurðum þarf að gæta þess að kaupa ekki regnskógavið en við þurfum líka að hafa augun opin fyrir hnífapörum með tréhöldum, ávaxtakörfum, myndarömmum og öðrum smáhlutum. Þetta hljómar kannski eins og smámál og litlir hlutir en margt smátt gerir eitt stórt.

Eyðilegging regnskóga er ein af stærstu umhverfiskatastrófum okkar tíma. Í regnskógunum er yfir helmingur af tegundum jarðar en ná þeir þó aðeins yfir 6% af yfirborði jarðar. Milljónir manna búa í regnskógunum og lifa á því sem þar fæst. En við sem búum langt frá þurfum líka á regnskógunum að halda t.d. vegna uppgötvunar nýrra lyfja og áhrifa regnskóganna á loftslag jarðar.
Hluti af regnskógaviðnum sem er felldur finnst í íslenskum búðum. Ef þú vilt vera viss um að eyða ekki regnskógi ættirðu að forðast að kaupa regnskógavið.

FSC (Forest Stuartship Council)er eina merkingin á trévörum sem á að tryggja að um sjálfbært skógarhögg hafi verið að ræða. Því miður hefur komist upp um mörg tilvik þar sem FSC merktar regnskógavörur uppfylltu ekki FSC skilyrði og er merkingin því ekki trygging fyrir sjálfbæru skógarhöggi.

ENGINN GERÐI STÆRRI MISTÖK EN SÁ SEM GERÐI EKKI NEITT VEGNA ÞESS AÐ HANN GAT GERT SVO LÍTIÐ

ENGINN GETUR BJARGAÐ REGNSKÓGUNUM NEMA VIÐ.... NEYTENDUR

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.