Fréttir

Vistakstur

Landvernd    15.10.2008
Landvernd
Frá 1990 til 2002 jókst árleg losun kolefnis vegna samgagna hér á landi um 15% og í nýlegri spá er gert ráð fyrir að þessi losun geti enn aukist um liðlega 20% fram til ársins 2020, verði ekkert að gert.

Landvernd telur að landsmenn vilji leggja sitt af mörkum og lítur á það sem hlutverk samtakanna að stuðla að því að svo geti orðið. Með vistakstri má draga umtalsvert úr losun kolefnis (gróðurhúsaloftegunda) og eru landsmenn hvattir til að kynna sér málin. Hafið samband við Ökukennarasamband Íslands til að fá upplýsingar um ökukennara sem kenna vistakstur.

Vista sem PDF

 

Stöndum vörð um náttúru Íslands

Taktu afstöðu og vertu með!

Leita í fréttumÞátttaka í ákvarðanatöku

2020-Halendi-islands-Chris-Burkard.jpg
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun
Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun en nauðsynlegt er að koma í veg fyrir uppbyggingu orkuvera og miðlunarlóna á hálendinu enda skerðir það verðmæti svæðisins og er í trássi við náttúruverndarlög og alþjóðlegar skilgreiningar á þjóðgörðum.