Fréttir Grænfáninn YRE verkefni Landverndar 24.9.2019 Landvernd 24.9.2019 Landvernd YRE verkefnið skapar vettvang fyrir ungt fólk til að kynna sér umhverfismál með gagnrýnum hætti og miðla upplýsingum til almennings. Verkefnið er rekið í 42 löndum, víðsvegar um heiminn. Landvernd vinnur verkefnið í samstarfi við skóla á landinu. Áhugasömum skólum er bent á að hafa samband hér. Gefum umhverfinu rödd! Í háværri umræðu um loftlagskvíða er ætlunin að þetta verkefnið komi til með að valdefla ungt fólk og gefa þeim tækifærin og tólin til þess að hafa áhrif á umhverfismáiln. Verkefnið skapar nemendum vettvang til þess að kynna sér umhverfismál og koma upplýsingum á framfæri á skapandi hátt. Til dæmis með: Myndböndum Greinaskrifum Ljósmyndum Útvarpsþáttum Nemendur hafa kost á því að komast í alþjóðlega keppni með verkefni sín. Hér má sjá dæmi um verkefni erlendis frá. Verkefnið er rekið af Foundation for Environmental Education (FEE) sem eru alþjóðleg samtök um umhverfismennt. Samtökin reka fleiri umhverfismenntaverkefni, m.a. Skóla á grænni grein (Grænfánann) sem hefur fengið gífurlega góðar viðtökur hér á landi. Verkefnið byggir á hugmyndafræði sjálfbærnimenntunar sem eykur færni nemanda í að takast á við umhverfismál á jákvæðan máta. Mikil áhersla er lögð á að verkefnin tengist Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Er skólinn þinn áhugasamur um að vita meira um verkefnið? Sendu póst á vigdis@landvernd.is og við svörum spurningum þínum. Um YRE verkefnið YRE er eitt af verkefnum umhverfisverndarsamtakanna Landverndar. Eitt af áhersluatriðum samtakanna er menntun til sjálfbærni og fræðsla um náttúruvernd. Auk YRE verkefnisins heldur Landvernd utan um fleiri umhverfismenntaverkefni og lesa má nánar um þau á síðu Landverndar. Verkefnastjóri verkefnisins og starfsfólk Landverndar veitir þátttakendum stuðning í formi fræðslu og ráðgjafar. Ekki hika við að hafa samband ef ykkur vantar aðstoð, hugmyndir eða fræðslu. Tögg FEE Umhverfisblaðamenn YRE Vista sem PDF