Skipuleggðu þína eigin strandhreinsun

Þau sem hafa áhuga geta tekið þátt í herferðinni með því að skipuleggja strandhreinsun á svæði að eigin vali, t.d. á strönd, fjöru árbakka, leikvöll eða tiltekið svæði í nærsamfélaginu þar sem hreinsunar er þörf. Ítarlegri upplýsingar um hvernig velja skuli svæði má finna í gátlista fyrir þá sem standa að strandhreinsun. Þátttakendur geta verið samtök, félög, fyrirtæki, sveitarfélög, nemendur, fjölskyldur, vinahópar og einstaklingar. Það er einfalt að taka þátt!