Fréttir Stjórnarstarf og aðalfundir Aðalfundur 26. maí að Nauthóli 9.5.2011 Landvernd 9.5.2011 Landvernd Aðalfundur Landverndar verður haldinn að Nauthóli við Nauthólsvík fimmtudaginn 26. maí n.k. Húsið opnar kl. 15.45 og hefst fundur á almennum aðalfundarstörfum kl. 16.00. Á síðasta aðalfundi fóru fram hringborðsumræður um Landvernd á 21. öld þar sem fundargestir settu fram hugmyndir sínar um starf og framtíðarverkefni samtakanna. Samantekt á niðurstöðum þeirrar vinnu verður kynnt á komandi aðalfundi. Landvernd er í mun að sem flestir komi að starfi og hugmyndavinnu samtakanna því einungis þannig öðlumst við þann styrk sem þarf til að hafa áhrif á þróun og sess náttúruverndar og umhverfisfræðslu á Íslandi. Nánari upplýsingar ásamt dagskrá verða birtar þegar nær dregur. Í lok fundarins verður boðið upp á ilmandi súpu. Fundurinn er öllum opinn og nýir félagar eru velkomnir. Við minnum á að til þess að öðlast atkvæðisrétt á aðalfundi þurfa félagar og aðildarfélög að hafa greitt árgjaldið 2010-2011. Nánari upplýsingar á skrifstofu Landverndar í síma 552 5242. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið: landvernd@landvernd.is facebook.com/Landvernd.umhverfisverndarsamtok Tögg 2011 aðalfundur Nauthóll Vista sem PDF