Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Aðalfundur Landverndar, haldinn 30. apríl sl. sendi frá sér ályktanir um fjögur málefni: Drög að niðurstöðum rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða, áskorun á stjórnvöld að standa við lögbundnar friðlýsingar, að stuðningur við sauðfjárrækt verði skilyrtur við sjálfbæra nýtingu beitilanda og að Landslagssamningur Evrópu verði fullgiltur.

Þátttaka í viljayfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, sem 20 náttúruverndar- og útivistarsamtök, ásamt Samtökum ferðaþjónustunnar, skrifuðu undir í mars sl. var hápunktur í starfi samtakanna að náttúruvernd. Fræðsluverkefni um náttúruvernd á háhitasvæðum lauk á starfsárinu, en Grænfánaverkefni Landverndar í skólum landsins, Bláfáninn í smábátahöfnum og á baðströndum, loftslagsmál með sveitarfélögum, vitundarvakning um matarsóun, verkefni um landgræðslu með grunnskólum o.fl. voru efld á árinu.

Vaxandi hluti af starfsemi Landverndar er þátttaka í opinberri stefnumótun og ákvarðanatöku um málefni er snerta skipulag, umhverfi og náttúru. Fulltrúar Landverndar sátu í nokkrum opinberum nefndum á starfsárinu og ítarlegar umsagnir um lagafrumvörp, þingsályktunar- og skipulagstillögur voru sendar stjórnvöldum, auk þess sem nokkrum ákvörðunum stjórnvalda var skotið til úrskurðanefnda.

Snorri Baldursson, formaður Landverndar kynnti skýrslu stjórnar og ítrekaði mikilvægi þess að standa vörð um hálendi Íslands og að framkvæmdir þar lytu ströngustu umhverfiskröfum: „Við erum vissulega fámenn þjóð í stóru landi en Íslendingar eru líka framkvæmdaglaðir og duglegir með afbrigðum og ef við gætum okkar ekki munum við dag einn vakna í landi þar sem óbyggðirnar eru orðnar að byggð og berangrið á láglendi horfið undir skóg.“

Félagsmönnum Landverndar fjölgaði um tæp 25% á síðasta starfsári og eru nú um 4700 talsins. Aðalfundur Landverndar var haldinn laugardaginn 30. apríl. Nánar má lesa um starfssemi Landverndar 2015-2016 í ársskýrslu samtakanna í viðhengi.

 

Ágrip af ályktunum aðalfundar fara hér á eftir, en ályktanirnar í heild sinni má finna í viðhengi.

Lagaskylda til  friðlýsinga verði virt

Aðalfundur Landverndar skoraði á umhverfis- og auðlindaráðherra að ljúka nú þegar friðlýsingum svæða í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar (rammaáætlunar) og svæða sem vernda ber samkvæmt lögum um verndun Mývatns og Laxár. Ekkert svæða í verndarflokki rammaáætlunar hefur enn verið friðlýst rúmum þremur árum eftir samþykkt áætlunarinnar á Alþingi og aðeins örfá svæði við Mývatn, átta árum eftir að frestur rann út samkvæmt lögunum. Í ályktun aðalfundar kemur fram að óásættanlegt sé að framkvæmdarvaldið virði ekki skuldbindingar um friðlýsingar sem Alþingi hefur samþykkt með lögum.

Verndun stórra vatnasviða á miðhálendinu

Aðalfundur Landverndar fagnaði þeirri niðurstöðu verkefnisstjórnar rammaáætlunar að setja stór vatnasvið á miðhálendi Íslands í verndarflokk áætlunarinnar, en að jafnframt væri mikilvægt að allar virkjanahugmyndir innan miðhálendisins verði lagðar til hliðar, þ.m.t. Skrokkölduvirkjun. Þá harmaði aðalfundar að drög að niðurstöðu verkefnisstjórnar rammaáætlunar gerðu ráð fyrir að enn væri gengið á náttúruperlur á Reykjanesskaga og neðrihluti Þjórsár lenti í orkunýtingarflokki, þrátt fyrir að enn skorti á rannsóknir á lífríki og áhrifum virkjana á samfélagið.

Sjálfbær beit og fullgilding evrópska landslagssamningsins

Aðalfundur Landverndar skoraði á Alþingi og ríkisstjórn að tryggja að ríkisstuðningur við sauðfjárrækt verði skilyrtur við sjálfbæra nýtingu gróðurs og jarðvegs, t.d. með skilvirkri gæðastýringu í sauðfjárrækt. Fundurinn kallaði eftir sátt um friðun verst förnu afréttanna og aukin framlög til landbótaverkefna, einkum til að endurheimta illa farin beitilönd og framræst votlendi.

Ný stjórn Landverndar

Ellý Katrín Guðmundsdóttir, lögfræðingur, Lovísa Ábjörnsdóttir, jarðfræðingur, Pétur Halldórsson, líffræðingur og Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri voru kjörin ný í stjórn Landverndar. Margrét Auðunsdóttir, framhaldsskólakennari var endurkjörin. Fyrir sitja í stjórn Landverndar, þau Snorri Baldursson, líffræðingur og formaður samtakanna, Anna G. Sverrisdóttir, ferðamálaráðgjafi, Guðmundur Björnsson, ferðamálafræðingur og leiðsögumaður, Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor og Páll Ásgeir Ásgeirsson, rithöfundur og leiðsögumaður.  

 

Ályktun adalfundar Landverndar 30apr2016_Fridlysingar_samthykkt_LOKA.pdf
Ályktun adalfundar Landverndar 30apr2016_Landslagssamningur Evr_Samthykkt_LOKA.pdf
Ályktun adalfundar Landverndar 30apr2016_sjalfbaer nyting og studningur vid saudfjarraekt_Samthykkt_LOKA.pdf
Ályktun aðalfundar Landverndar 30_rammaaaetlun_Samthykkt_LOKA.pdf
Landvernd-Arsskyrsla-WEB_LOKA.pdf
Tögg
DSC_0564.JPG 

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Ályktanir samþykktar á aðalfundi Landverndar 2019
7.5.2019

Við minnum á aðalfundinn
25.4.2019

Aðalfundur Landverndar haldinn 30. apríl
28.3.2019

Ályktanir samþykktar á aðalfundi 2018
7.5.2018

Nýr formaður og stjórn Landverndar
30.4.2018

Aðalfundur Landverndar 30. apríl 2018
28.3.2018

Ráðherra leiti leiða til verndar Leirhnjúkshrauni
21.6.2017

Stjórn Landverndar
13.5.2017

Aðalfundur Landverndar 13. maí n.k.
16.3.2017

Náttúruverndarsamtök kæra Bakkalínur til ESA
3.10.2016

Aðalfundur Landverndar 30. apríl kl. 13: Dagskrá og fundargögn
22.4.2016

Landvernd fagnar afstöðu sveitarstjórnar Þingeyinga til virkjana í Skjálfandafljóti
31.5.2013

Hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun
15.4.2013

Bregðast þarf skipulega við auknum ferðamannastraumi
15.4.2013

Grænfánaverkefnið verði eflt
15.4.2013

Stofnun kynslóðasjóðs fyrir mögulegan olíuarð
15.4.2013

Næstu skref í rammaáætlun
15.4.2013

Úrsögn Grindavíkur úr Reykjanesfólkvangi
15.4.2013

Ályktun baráttufundar um vernd náttúrusvæða á Reykjanesskaga
31.5.2012

Ályktun aðalfundar um sameiginlegt umhverfismat háspennulína
14.5.2012

Ályktun vegna vegagerðar í Gufudalssveit
22.9.2011

Landvernd fagnar friðlýsingu Dimmuborga og Hverfjalls
28.6.2011

Umsögn Landverndar um áfangaskjal Stjórnlagaráðs
3.6.2011

Yfirlýsing stjórnar Landverndar vegna rannsóknarleyfis í Grændal
2.6.2011

Ályktanir aðalfundar Landverndar
27.5.2011

Landvernd harmar árásir á umhverfisráðherra
12.10.2009

Frá aðalfundi Landverndar 2006
19.5.2006

Hellisheiðarvirkjun ásættanlegur kostur
16.1.2004

Drögum að Náttúruverndaráætlun fagnað
4.11.2003

Óheft malarnám veldur óþarfa spjöllum
4.6.2003

Ályktun um tilraunaverkefni um verndun menningarumhverfis landslags
31.10.1998