Fréttir Stjórnarstarf og aðalfundir Aðalfundur Landverndar 30. apríl 2018 28.3.2018 Landvernd 28.3.2018 Landvernd Stjórn Landverndar boðar til aðalfundar samtakanna mánudaginn 30. apríl klukkan 17 í Rúgbrauðsgerðinni, 4. hæð, að Borgartúni 6, 105 Reykjavík. Skráning hefst kl. 16:30. Aðgengi er gott fyrir fólk með hreyfihömlun. Dagskrá fundarins má nálgast hér að neðan. Mikilvægt er að skrá sig á fundinn. Skráning Í stjórn Landverndar sitja tíu manns. Á aðalfundi 2018 verður kosið um formann stjórnar til eins árs og fimm stjórnarmenn til tveggja ára. Allir kjörgengir félagsmenn geta boðið sig fram á fundinum. Núverandi formaður, Snæbjörn Guðmundsson, sem kosinn var til formanns á aðalfundi 2017, þarf frá að hverfa vegna persónulegra aðstæðna. Í upphafi aðalfundar verður lagt til að samþykkt verði að vegna sérstakra aðstæðna fari fram formannskosning til eins árs og gildi þá 3. mgr. 10. gr. laga Landverndar, en að því ári liðnu verði kosning stjórnarmanna í samræmi við 16. gr. laga Landverndar. Við hvetjum ykkur til að mæta og hafa áhrif á stefnu og störf samtakanna. Við minnum á að þau sem enn skulda félagsgjöld verða að hafa greitt þau fyrir aðalfund til að tryggja sér atkvæðisrétt og kjörgengi á fundinum. Jafnframt hvetjum við ykkur til að taka nýja félaga með á fundinn. Hægt verður að greiða félagsgjöld á fundinum. Dagskrá: 16:30 Húsið opnað og skráning fundargesta 17:00 Setning aðalfundar og kjör fundarstjóra og fundarritara 17:05 Aðalfundarstörf Kjör í nefndir fundarins Kynning ályktana Skýrsla stjórnar Ársreikningur 2017 Lagabreytingar Kosning skoðunarmanna reikninga Landverndar og Alviðrustofnunar Kosning stjórnar. Formannskjör og fimm aðalmenn 18:10 Nýtt í starfinu Nýr framkvæmdastjóri Landverndar Hreinsum Ísland Opnun hugmyndabanka. 50 ára afmæli Landverndar 2019 18:50 Niðurstaða kosninga 19:00 Léttur kvöldverður í boði Landverndar 19:30 Afgreiðsla ályktana 20:00 Önnur mál 20:15 Hugvekja – Andri Snær Magnason 20:30 Aðalfundi slitið 20:35 Léttar veitingar 21:35 Húsið lokar Hér má nálgast fundargögn: Fimm ályktanir sem lagðar verða fyrir fundinn Lög Landverndar Tögg aðalfundur aðalfundur Landverndar Vista sem PDF