Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Bláfáninn - Alþjóðleg umhverfisviðurkenning

   11.11.2010

Alþjóðlegar umhverfisviðurkenningar njóta sífellt meiri vinsælda á svæðum þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu. Ein slík viðurkenning er Bláfáninn sem sniðinn er að þörfum smábátahafna og baðstranda. Fáninn sem er fagurblár sést víða að og setur mikinn svip á umhverfið.

Bláfáninn segir til um (1) góða umhverfisstjórnun sem felst í því að á staðnum séu ílát til að flokka sorp til endurvinnslu, notkun sterkra efna sé haldið í skefjum, tekið sé á móti spilliefnum o.fl. Einnig þurfa rekstraraðilar að bjóða upp á góða hreinlætisaðstöðu. Annað veigamikið atriði er (2) umhverfisfræðsla sem koma á í veg fyrir að starfshættir og önnur umgengni spilli náttúrufari og lífríki til frambúðar. Fræðslan fer fram með ýmsum hætti s.s. í formi lifandi viðburða, skólaverkefna, upplýsingum á vef og skiltum. Á Íslandi er algengt að útbúin sé aðstaða til fuglaskoðunar og víða má sjá dýralífsskilti. Auk þessa er gerð krafa um að (3) vatn sé hreint í höfnum og sömuleiðis að ekki sé heilsuspillandi gróður þar sem gestir baða sig í sjónum. (4) Öryggismál eru einnig mjög mikilvægur þáttur og er nauðsynlegt að björgunar- og skyndihjálparbúnaður sé tiltækur á svæðinu. Einnig öryggisgæsla þar sem mikill mannfjöldi safnast saman á baðströndum.
Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEF) notaði Bláfánaverkefnið sem fyrirmynd til að útbúa handbók um umgengni á strandsvæðum.  Stofnunin vinnur með FEE að ýmsum verkefnum og sömu sögu er að segja um Alþjóðlegu ferðamálastofnunina (UNWTO).
Landvernd er umsjónaraðili Bláfánans á Íslandi en Alþjóðlegu umhverfismenntasamtökin Foundation for Environmental Education (FEE) sjá um rekstur verkefnisins á heimsvísu.
 
Tögg

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!