Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Bláfáninn í sumar

Katrín Magnúsdóttir    12.6.2014
Katrín Magnúsdóttir

Bláfáninn hefur nú verið afhentur með viðhöfn á öllum þeim stöðum sem sóttu um viðurkenninguna hér á landi í ár. Aldrei hafa fleiri flaggað Bláfánanum hér á landi, en níu staðir flagga í ár sem er aukning um tvo síðan í fyrra. Þeir staðir sem bættust við eru Bíldudalshöfn og Grófin í Keflavík. Við hjá Landvernd óskum handhöfum Bláfánans innilega til hamingju með árangurinn og hvetjum þá til halda áfram þessu góða starfi. Eftirtaldir staðir hlutu Bláfánann í ár: 

Smábátahafnir

  • Grófin - Keflavík
  • Ýmishöfn - Kópavogi
  • Stykkishólmshöfn - Stykkishólmi
  • Patrekshöfn - Patreksfirði
  • Bíldudalshöfn - Bíldudal
  • Borgarfjarðarhöfn - Borgarfirði eystri

Baðstrendur

  • Bláa lónið -  Grindavík
  • Ylströndin - Nauthólsvík
  • Langi sandur - Akranesi
Tögg

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!