Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Bláfáninn við íslenskar baðstrendur

   15.10.2008

Bæði Bláa lónið og Ylströndin í Nauthólsvík voru að hljóta Bláfánann í 4. sinn. Bláfáninn er því viðurkenning sem að forsvarsmenn þessara tveggja baðstranda kappkosta um að viðhalda og greinilega skiptir þá máli.

Bláfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki sem nýtur víða virðingar sem tákn um góða umhverfisstjórnun í smábátahöfnum og á baðströndum. Bláfáninn í dag er eru Bláfánahafnir og strandir í 36 löndum í Evrópu, Suður-Afríku, Marókkó, Nýja-Sjálandi, Kanada og á Karabísku eyjunum. Árlega fá um 3100 baðstrendur og smábátahafnir heimild til að draga Bláfánann að húni.

Það er því ánægjulegt að íslenskar baðstrendur séu einnig í þessum hópi.Tögg

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!