Fréttir Bláfáninn Búið er að opna fyrir umsóknir í Bláfánann 2017 Búið er að opna fyrir umsóknir til að sækja um umhverfisvottunina Bláfánann fyrir næsta ár. Umsóknarfrestur er 26. janúar 2017 og skal umsóknum og fylgigögnum skilað inn til verkefnisstjóra Bláfánans á Íslandi, Salome Hallfreðsdóttur, á salome@landvernd.is. Umsóknargögn er hægt að nálgast á heimasíðu Bláfánans á www.landvernd.is/blafaninn. Ef óskað er eftir aðstoð eða nánari upplýsingum skal haft samband við Salome í síma 552 5242 eða í netfangið salome@landvernd.is. Tögg bláfáninn Blue Flag fréttir Vista sem PDF