Fréttir Stjórnarstarf og aðalfundir Efni aðalfundar 2011 - Umgengni við landið 18.5.2011 Landvernd 18.5.2011 Landvernd Nú líður að aðalfundi Landverndar sem haldinn verður að Nauthóli í Nauthólsvík fimmtudaginn 26. maí kl. 16.00 og opnar húsið kl. 15.45. Í kjölfar venjulegra aðalfundarstarfa verður boðið upp á hringborðsumræður þar sem sjónum verður beint að UMGENGNI VIÐ LANDIÐ. Á mörgu er að taka og vonast stjórn og starfsmenn Landverndar til að með hjálp fundargesta verði hægt að varpa ljósi á brýnustu verkefnin og leiðir til úrlausna. Landvernd hvetur náttúruverndarfólk eindregið til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í hringborðsumræðum. Á aðalfundi verður kosið til stjórnar og eru fimm í kjöri sem endranær, þar af fjórir stjórnarmenn, auk formanns. Auk þess kýs aðalfundur skoðunarmenn reikninga. Þau Heiðrún Guðmundsdóttir, Tryggvi Felixson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir hafa verið skipuð í uppstillingarnefnd aðalfundar. Sjá nánar hér að neðan. Þeir sem vilja koma ábendingum á framfæri við uppstillingarnefnd geta sent skilaboð á netfangið landvernd@landvernd.is. Ábendingar þurfa að berast eigi síðar en sunnudaginn 22. maí. Farið verður með allar ábendingar sem trúnaðarmál. Við minnum á að til þess að öðlast atkvæðisrétt á aðalfundi þurfa félagar og aðildarfélög að hafa greitt árgjaldið 2010-2011. Frá uppstillingarnefnd vegna aðalfundar 2011 Ársskýrsla Landverndar 2010-11 Vinsamlegast skráið þátttöku í síma 552 5242 eða sendið tölvupóst á landvernd@landvernd.is Fundurinn er öllum opinn og nýir félagar eru velkomnir. Drög að dagskrá aðalfundar 2011! Stjórn og starfsfólk Landverndar hlakkar til að sjá ykkur á aðalfundinum! P.s. Landvernd er með síðu á Facebook. Með því að smella á "Like" getur þú gerst áskrifandi að örfréttum um hin ýmsu náttúruverndarmál: www.facebook.com/Landvernd.umhverfisverndarsamtok Tögg 2011 aðalfundur efni Nauthóll umgengni Vista sem PDF