Stjórnsýslukærur

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Endurskoða ber umhverfismat Hvammsvirkjunar

Í umsögn Landverndar til Skipulagsstofnunar um endurskoðun umhverfismats Hvammsvirkjunar í neðrihluta Þjórsár kemur fram eindreginn vilji samtakanna til þess að umhverfismatið frá 2003 verði gert á nýjan leik.

Landvernd bendir á að tilhögun virkjunar og forsendur hafa breyst verulega á þeim 12 árum sem liðin eru frá mati á umhverfisáhrifum virkjunarinnar, sem fjallaði um þrjá ólíka virkjunarkosti. Sem dæmi hefur ferðaþjónusta vaxið gríðarlega sem atvinnugrein í landinu almennt og á nærsvæðum virkjunarinnar. Þá telur Landvernd að ýmsu hafi verið ábótavant varðandi rannsóknir á áhrifum virkjunarinnar á lífríki, landslag og samfélag, sbr. viðfesta greinargerð, sem tækifæri væri að bæta úr með nýju mati. 

Flestir fræðimenn og stofnanir mundu telja það sjálfsagt mál – sem ekki þarfnaðist ítarlegs rökstuðnings – að endurskoða í heild sinni 12 ára gamlar greinargerðir og áætlanir um tilteknar framkvæmdir. 

Þá má minna á að virkjanir í neðri hluta Þjórsár, þ.m.t. Hvammsvirkjun, eru afar umdeildar meðal íbúa á svæðinu, annarra hagsmunaaðila s.s. veiðimanna og ferðaþjónustuaðila, sem og almennings í landinu. Þess vegna er þeim mun brýnna að vanda allan undirbúning og ákvarðanatöku, varðandi útfærslu hugsanlegrar virkjunar, eins vel og best verður á kosið. Það verður aðeins gert með því að endurtaka MÁU i heild sinni.

Umsogn Landverndar vegna endurupptoku umhverfismats Hvammsvirkjunar_28sept2015_LOKA
Tögg

Vista sem PDF

Leita í kærum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Umsögn vegna breytinga á lögum um mat á umhverfisáhrifum.
25.4.2019

Ályktanir samþykktar á aðalfundi 2018
7.5.2018

Fréttatilkynning vegna Hvammsvirkjunar
15.3.2018

Þrjár ákvarðanir vegna hótels á Grímsstöðum í Mývatnssveit kærðar
13.12.2016

Krafa um nýtt umhverfismat Bakkalína ítrekað
23.8.2016

Stöðvun framkvæmda við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4
22.8.2016

Vegagerðinni óheimilt að búta niður framkvæmdir til að komast hjá umhverfismati. 
20.7.2016

Hafna raflínum um verndarsvæði í Mývatnssveit
19.5.2016

Tímalína og gögn vegna breytinga á starfsreglum rammaáætlunar
25.2.2016

Drög að breytingum á starfsreglum harðlega gagnrýndar
23.2.2016

Áskorun gegn Sprengisandslínu
11.11.2015

Gefum engan afslátt af umhverfismati
5.10.2015

Hörð gagnrýni á Vegagerðina og Skipulagsstofnun
29.9.2015

Veikir umhverfisvernd á Ísland
11.9.2015

Landvernd ítrekar kröfu sína um nýtt umhverfismat raflínu frá Kröflu að Bakka
8.6.2015

Áfangasigur í baráttunni fyrir verndun Mývatns
10.11.2014

Gagnrýna flokkun Hvammsvirkjunar í nýtingarflokk
19.3.2014

Ramsar tekur undir með Landvernd
13.1.2014

Breyting á endurskoðunarákvæði matsskýrslna?
25.11.2013

Landvernd mótmælir harðlega áformum um nýja Norðlingaölduveitu
13.11.2013

Skipulagsstofnun hafni matsáætlun Landsnets um Kröfulínu 3
23.3.2013

Matsáætlun vegna rannsóknaborana í Eldvörpum
12.2.2013

Umsögn um tillögu Skipulagsstofnunar að landsskipulagsstefnu
20.11.2012

Fram fari heildstætt umhverfismat
15.10.2008

Sprungur og áhætta við Kárahnjúkavirkjun
28.8.2006