Ferðir og viðburðir Fréttir Eru jarðstrengir raunverulegur kostur? 11.11.2013 Guðmundur Ingi Guðbrandsson 11.11.2013 Guðmundur Ingi Guðbrandsson Landvernd hefur fengið Metsco Energy Solutions í Kanada til að gera úttekt á tæknilegri þróun jarðstrengja og kostnaðarmun á jarðstrengjum og loftlínum á hærri spennustigum. Niðurstöðurnar verða kynntar á tveimur opnum fundum, öðrum í Norræna húsinu miðvikudaginn 13. nóvember kl. 12-13:30 og hinum í Miðgarði í Skagafirði, fimmtudaginn 14. nóvember kl. 20. Þórhallur Hjartarson, rafmagnsverkfræðingur og einn forstjóri Metsco kynnir úttektina. Landvernd vonast til að þessi vinna geti orðið þarft innlegg í umræðu um mismunandi kosti fyrir raforkuflutningskerfið á Íslandi og býður ykkur öll velkomin. Tögg jarðstrengir loftlínur Metsco raflínur Vista sem PDF